Markús Maró selur 14 karata BMW hring sem vegur 16 grömm. Hringinn aug­lýsti hann til sölu á Face­book-síðunni Brask og brall í dag.

Markús segir mikinn á­huga vera á hringnum, skila­boðin hrannist inn.

„Ég sem sagt seldi BMW bílinn minn þannig að ég er að selja hringinn líka. Það er nú bara eina á­stæðan fyrir því af hverju ég er að selja hann,“ segir Markús að­spurður um á­stæðu sölunnar.

Verðið sem hann óskar eftir er 130 þúsund krónur en Markús keypti hringinn í London í Bret­landi árið 2019 á um 170 þúsund.