Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, birtir myndir úr ferðalagi sínu um Ísland.

Hann hefur sannarlega staðið við loforð sitt frá því að hann sá auglýsingu Íslandsstofu þar sem gert var grín að Metaverse kynningu Facebook.

„Magnað, ég verð að heimsækja Icelandverse,“ skrifaði hann við myndbandið þar sem mátti sjá Jörund Ragnars­son í hlut­verki Zack Moss­bergs­son.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum lenti Zuckerberg á Akureyrarflugvelli í einkaþotu þann 17. maí og steig svo rakleiðis um borð í þyrlu sem flutti hann að lúxushótelinu Deplum í Fljótunum. Myndir sem Mark birti á Instagram síðu sinni í dag minna á auglýsingu Íslandsstofu en hann skrifar einmitt við færsluna:

„Nokkrar myndir frá Icelandverse.“ Þar má sjá að Mark kíkti með eiginkonu sinni Priscilla Chan í heitu laugina við Depla. Sömuleiðis fóru þau á skíði.