Kollagen er eitt aðaluppbyggingarprótein líkamans en það er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum ásamt því að það er stór partur af húð, hári og nöglum. Kollagen er í raun mjög sterkar trefjar en orðið sjálft „collagen“ er komið úr grísku þar sem „colla“ þýðir lím. Því er oft talað um kollagen sem límið í líkamanum. Því það sér fyrst og fremst um að vefir líkamans haldist sterkir,“ segir Hrönn Hjálmarsdóttir, heilsumarkþjálfi hjá Artasan.

Framleiðsla minnkar eftir 25 ára aldur

„Heilbrigður líkami framleiðir sjálfur kollagen en um 25 ára aldurinn fer að hægjast á framleiðslunni. Þessar breytingar eru sjáanlegar á húðinni okkar, hrukkur fara að myndast og hún verður „lausari“ á okkur. Einnig byrja vefir líkamans að veikjast og það fer að bera á ýmsum öldrunareinkennum. Við verðum jafnvel aðeins stirðari og finnum fyrir verkjum í liðum og liðamótum. Engin ástæða er þó til að örvænta því rannsóknir hafa sýnt fram á að með reglulegri inntöku á kollagen próteini er hægt að hjálpa líkamanum að vinna á móti minnkandi framleiðslu,“ segir Hrönn.

16 tegundir kollagens

Kollagen er prótein sem finnst um allan líkamann og er það u.þ.b. 30% af öllu próteini sem þar er. Þó að það sé að stærstum hluta í dýpri lögum húðarinnar og kannski best þekkt fyrir að halda húðinni þéttri og unglegri, er kollagen einnig að finna í hári, nöglum, liðum og vefjum líffæranna. Til eru að minnsta kosti 16 tegundir af kollageni í líkamanum og um 90% af því eru týpur I, II og III.

Mýkri liðir og meiri hreyfing

„Regluleg inntaka á hreinu kollageni getur haft gríðarlega góð áhrif á líkamann; bein, sinar og liði og bætt þar með alla hreyfigetu. Það er ekkert verra en að finna til þegar maður hreyfir sig og oft verður það til þess að það dregur úr allri hreyfingu, sem er afar slæmt því það er ekkert betra fyrir heilsuna okkar en dagleg hreyfing. Fyrir þá sem stunda mikla hreyfingu getur neysla á kollageni líka gert gæfumuninn því oft er mikið álag á liði, sinar og vöðva. Marine Collagen frá Wellness Lab Ltd. Er 100% hreint fiskikollagen, týpur I og II, og er það alveg bragðlaust. Það er afar auðvelt í notkun og má nota það í matargerð, bakstur, setja í boostið, út í kaffið eða hvernig sem fólki hugnast og enginn þarf að gleypa pillur.“

Íslensk siglingakona og hönnuður

Elín Traustadóttir er eigandi og hugmyndasmiður Wellness Lab sem framleiðir Marine Collagen. Hún er innanhússhönnuður að mennt en hefur lengi stundað áhugamannasiglingar á Atlantshafi þar sem hugmyndin að fæðubótarefnum fyrir íþróttafólk varð til. Þriggja mánaða sigling um Azoreyjar tók mikið á líkamlega og reyndi mikið á bæði þol, skerpu og styrk. Elín var einnig hrjáð af mikilli sjóveiki sem síðar leiddi til langtíma þreytu og orkuleysis og í kjölfar þessa ferðalags fór hún að byggja sig upp með því að tileinka sér hollara mataræði og fræðast meira um næringu til að fylgja hugmyndum sínum um fæðubótarefni eftir. Elín hefur verið búsett í Bretlandi sl. átta ár og hefur haldið áfram að sigla en hún finnur mikinn stuðning í sínum eigin vörum. Nú fæst hreina kollagenið hennar á Íslandi en vinnslan á því er sjálfbær og gæðavottuð (ISO & GMP), efnið er hreint og án allra auka- eða viðbótarefna þannig að það er 100% náttúrulegt. Varan er mikið keypt af íþróttafólki en einnig af þeim sem þjást vegna liðverkja eða áverka eftir slys.

Kollagen í fæðunni

„Þar sem kollagen er í raun náttúruleg afurð, getum við líka fengið það úr ákveðnum mat eins og t.d. kjöt- og fiskibeinasoði og eggjum. Það er einnig gott ráð að auka við þá fæðu sem styður kollagenframleiðslu í líkamanum og er C-vítamín sérlega hjálplegt í þeim efnum, það er að finna í ríkum mæli í t.d. sítrusávöxtum og papriku. Klórella (chlorella) er einnig mjög góð en hana er t.d. að finna í allri blaðgrænu og svo er hún einnig til á duftformi. Fjölmargt annað úr jurtaríkinu styður vel við kollagenframleiðslu líkamans svo það er alltaf gott ráð að borða mikið af hollri og hreinni fæðu,“ segir Hrönn.

Sölustaðir: Lyf og heilsa.