Marín Manda og Hannes, sem er framkvæmdastjóri eignastýringar Kviku banka hafa verið par frá því í byrjun síðasta árs og nú hefur sambandið borið ávöxt en von er á barninu í ágúst. Bæði eiga þau börn fyrir svo það verður líklega nóg um að vera á heimilinu.

"Hér er hamingja á bæ!" Skrifar Marín Manda og bætir við: 

Lítið gull væntanlegt í ágúst 👼
Allir í fjölskyldunni eru himinlifandi með þetta kríli.
Já lífið getur verið svolítið magnað...