Mariah Car­ey birtir nýtt mynd­band við sí­gilt jóla­lag
Söng­konan Mariah Car­ey frum­sýndi fyrr í dag nýtt tón­listar­mynd­band við sí­gilda jóla­lagið All I Want for Christ­mas Is You en hún gaf lagið fyrst út fyrir 25 árum. Car­ey gefur ekkert eftir í nýja mynd­bandinu sem er strax komið með um 500 þúsund á­horf á YouTu­be.

Lagið fór í fyrsta sinn á topp vin­sælda­listans í Banda­ríkjunum í síðustu viku en það kom út árið 1994. Lagið hefur notið tölu­verðra vin­sælda frá því að það kom fyrst út og er enn í dag eitt vin­sælasta jóla­lag allra tíma en það var meðal annars notað í jóla­myndinni Love Actu­ally frá árinu 2003.

Myndbandið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: