Fréttakonan geðþekka, María Sigrún Hilmarsdóttir, greindi frá skemmtilegri staðreynd á Twitter-síðu sinni í gærkvöld.

Skömmu fyrir færsluna hafði hún lokið við að lesa tíufréttir á RÚV.

María Sigrún hefur lengi verið þekkt fyrir fallegan stíl sinn. Það var ekkert frábrugðið í gær þegar hún klæddist fallegum köflóttum jakka.

Samkvæmt Twitter-fæslu Maríu Sigrúnar er jakkinn úr smiðju H&M og það fyrir 18 árum.