„Og þau urðu þrjú,“ skrifar tónlistarkonan María Ólafsdóttir í færslu á samfélagsmiðlum í morgun. „Fallegi litli strákurinn okkar ákvað að kenna okkur foreldrunum hvað stundvísi er og mætti 1. júlí, þremur vikum fyrir settan dag. Við foreldrarnir erum alsæl og sjáum ekki sólina fyrir þessum fullkomna gullmola,“ skrifar María við færsluna.

Drengurinn er fyrsta barn Maríu og Gunnas Leó Pálssonar.

María skaust upp á stjörnuhimininn í söngvakeppni sjónvarpsins árið 2015 með lagið, Unbroken.