Sjón­varps- og fjöl­miðla­konan Ingi­leif Frið­riks­dóttir og eigin­kona hennar, María Rut Kristins­dóttir upp­lýsinga­full­trúa UN Wo­men, hafa sett fal­lega íbúð sína við Öldu­granda í Vestur­bæ Reykja­víkur til sölu.

Um er að ræða 132 fer­metra fimm her­bergja íbúð með sér­inn­gangi á jarð­hæð og 26 fermetra stæði í bíla­geymslu.

Í lýsingu eignarinnar á fast­eigna­vef Fréttablaðsinssegir að bað­her­bergi, eld­hús og inni­hurðir hafi ný­lega verið endur­nýjað, sem og parket og þa­k­járn.

Á­sett verð fyrir eignina eru 79,9 milljónir króna.

„Elsku Öldu­grandinn okkar kominn á sölu. Hér hefur verið dá­sam­legt að vera síðast­liðin ár en við fjöl­skyldan ætlum að færa okkur að­eins um set innan hverfis í drauma­húsið okkar með ung­linga­vænni kjallara­í­búð, skrifar María Rut í færslu á Face­book í gær­kvöldi.

Þakjárn var endurnýjað árið 2021 og gluggar yfirfarnir 2020.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Gengið er inn í flísalagt anddyri um sérinngang.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Stofan er stór og mjög björt.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Nýtt parket á gólfi og útgengt út á svalir.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Eldhúsið er með nýlegri hvítri innréttingu, flísar á milli skápa, bökunarofn í vinnuhæð, innbyggð uppþvottavél og ísskápur.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Alrýmið er bjart og opið.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Svefnherbergin eru fjögur og eru þrjú þeirra með fataskáp. Eitt herbergjana er í dag nýtt sem fataherbergi, en fataskáparnir þar er hægt að færa inn í hjónaherbergi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Barnaherbergið hjá yngri drengnum er fallega innréttað.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Unglingaherbergið er smart með frístandandi fataslá.
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Baðherbergið er flísalagt með hita í gólfi.
Mynd/Fasteignaljósmyndun