„Fjölskyldan stækkar og hjörtun með,“ skrifar sjónvarps- og fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir og eiginkona hennar, María Rut Kristinsdóttir upplýsingafulltrúa UN Women í sameiginlegri færslu á Intagram í dag.
„Síðan í sumar höfum við átt leyndarmál sem er orðið frekar erfitt að fela svo hér með kynnum við til leiks: Plómu! það var semsagt það sem Rökkvi ákvað að litla barnið í mallanum á mömmu I ætti að heita. Plóma mætir til leiks í mars og við getum ekki beðið.“
Fyrir eiga þær tvo drengi, Þorgeir fimmtán ára og Rökkva þriggja ára.