Leikkonan og fyrirsætan María Birta Bjarnadóttir og eiginmaður hennar listamaðurinn Elli Egilsson eru orðin foreldrar.

Frá því greinir leikkonan í viðtali við Makamál á dögunum en vildi ekki tjá sig nánar um nýja fjölskyldumeðliminn, en segir Ella vera besta pabba í heimi.

Fjölskyldan er búsett í Las Vegas þar sem María starfar sem leikkona.

Parið hefur verið saman síðan árið 2013, en þau giftu sig aðeins níu mánuðum eftir að þau kynntust.

María Birta kom til landsins fyrir skemmstu í tilefni af tíu ára afmæli íslensku kvikmyndarinnar Svartur á leik, en María fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar.

Nýverið var tilkynnt að tvær framhaldsmyndir væri nú í bígerð sem munu koma út 2024 og 2025.