Leikkonan María Birta Bjarnadóttir og listmálarinn Elli Egilsson birtu fyrstu myndina af dóttur sinni á samfélagsmiðlum í gær.

„Ég mun passa þig út lífið,“ skrifaði Elli með dótturina í fanginu.

María greindi frá því í viðtali við Makamálum í haust að hún væri orðin mamma en vildi ekki tjá sig nánar um nýja fjölskyldumeðliminn.

Hjónin eru búsett í Las Vegas í Bandaríkjunum þar sem María starfar sem leikkona