Guðmundur Þór Ólafsson, átta ára, varð hlutskarpastur þeirra sem kepptu á yngsta stigi í vísnasamkeppni grunnskólanna. 

Hvar lærðir þú að yrkja, Guðmundur? Hjá mömmu minni. 

Hvað fékkst þú í verðlaun fyrir vísubotninn þinn? Ég fékk bókina Ljóðpundari eftir Þórarin Eldjárn og viðurkenningarskjal. 

Kanntu margar vísur, er kannski einhver í uppáhaldi? Ekki margar en ljóðið Bókagleypir eftir Þórarin Eldjárn er uppáhaldsljóðið mitt, það er um strák sem heitir Guðmundur og hann borðar bækur. 

Það er þó ekki um þig? Hvernig finnst þér mest gaman að leika þér? Með Lego. 

Hvað finnst þér fallegast á Íslandi? Náttúran, sérstaklega fossar. 

Hvaða dýr eru í mestu uppáhaldi hjá þér? Fuglar eru uppáhaldsdýrin mín. 

Hver vildir þú helst vera ef þú værir ekki þú sjálfur? Ég myndi ekki vilja vera neinn annar en ég er. 

Hvað er það sniðugasta sem hefur komið fyrir þig? Það var mjög gaman að vinna núna í Vísnakeppni grunnskólanna. 

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Það er svo margt, ég er ekki enn þá búinn að ákveða mig, bara eitthvað skemmtilegt.

Má ég birta verðlaunavísuna þína? Já, hér kemur hún: 

Margt er gott að glíma við, 
gaman er að lita.
Líka er hægt af gömlum sið,
góða bók að rita.