Frétta­konan Margrét Helga Er­lings­dóttir á Bylgjunni og eigin­maður hennar Jón Gunnar Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri ný­sköpunar­fyrir­tækisins Mussila, hafa sett slot sitt í Sörla­skjóli á sölu.

Þau greina frá þessu á Face­book. „Í­búðin okkar er nú komin á sölu. Mæli heils­hugar með að kaupa Sörla­skjól - það er mikið gæfu­spor,“ skrifar Margrét Helga sem flutt hefur lands­mönnum fréttir á Bylgjunni undan­farin ár með glæsibrag.

Í­búðin er 115 fer­metrar og uppsett verð er 72,5 milljónir, Hér er um að ræða ein­staka út­sýnis­í­búð á 2. hæð með bíl­skúr sem breytt var í fal­lega stúdíó­í­búð. Húsið var teiknað af Gísla Hall­dórs­syni, Sig­valda Thordar­syni og Kjartani Sigurðs­syni.

Ó­hætt er að full­yrða að út­sýnið úr stofu­glugganum er ein­stakt. Út á haf, Bessa­staði, Reykja­nesið og skjálfta­stöðina Keili eins og fram kemur á vef fasteignasölunnar.

„Hér höfum við fjöl­skyldan haft það svo gott og í­búðin verið sann­kallaður griðar­staður,“ skrifar frétta­konan. „Það allra dýr­mætasta er hafið, strand­lengjan og það sem við í fjöl­skyldunni köllum kyrrðar­klöpp. Það verður erfitt að skilja við hana en næsta ævin­týri tekur við.“

Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg
Mynd/Miklaborg