Tónlistarkonan Margrét Rán Magnúsdóttir og unnusta hennar Bryndís Hrönn Kristinsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í maí á næsta ári.
Parið deildi gleðifréttunum á samfélagsmiðlum á dögunum með textanum: „Lítil maístjarna væntanleg 2023.“
Margrét hefur gert það gott hljómsveitinni Vök sem og sungið með GusGus en Bryndis starfar sem verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík.
Parið trúlofuðu sig 16. maí í fyrra og hafa verið saman í rúmlega fimm ár.
Lífið á Fréttablaðinu óskar þeim innilega til hamingju!