Margrét Einars­dóttir, búninga­hönnuður, hlaut í kvöld sænsku kvik­mynda­verð­launin, Guld­bag­gen, fyrir vinnu sína við kvik­myndina Eld & lågor.

Myndin gerist í síðari heims­styrj­öld og er eftir þau Måns Mårlind og Björn Stein. Um er að ræða ein virtustu kvik­mynda­verð­laun Sví­þjóðar.

Margrét hefur komið víða að og meðal annars hreppt þrenn Eddu­verð­laun fyrir búninga­hönnun sína í ís­lenskum kvik­myndum, Hrúta, Vonar­stræti og Á Annan veg.