Ingimar Elíasson kom kærustu sinni, Margréti Gnarr fitness-drottningu, rækilega á óvart þegar hann kraup á kné í miðjum tökum.

Parið er búið að vera sam­an í tölu­verðan tíma og skráði sig í sam­band á Face­book í októ­ber árið 2018. Þau eignuðust sitt fyrsta barn í janúar á síðasta ári.

Ingimar greinir frá því hvernig hann bar upp bónorðið en hann hafði þá náð að sannfæra Margréti að þau hefðu verið ráðin sem leikarar í auglýsingu fyrir ferðaþjónustufyrirtæki.

„Við áttum að leika túrista par í alveg eins úlpum (eins og alvöru túrista pör klæða sig) að skoða Ísland. Við byrjuðum á að taka upp „lokaskotið“ í „auglýsingunni“ þar sem við áttum að veifa bless. En eins og Magga komst að í þessu skoti þá var ekkert verið að gera neina auglýsingu, við vorum ekki leikarar og þetta var allt saman set up,“ lýsir hann.

Á myndbandinu má sjá parið veifa brosandi í myndavélina áður en Ingimar fer á skjelarnar og sýnir Margréti trúlofunarhringinn. Viðbrögð Margrétar eru stórkostlegt en hún hörfar nokkur skref aftur á bak agndofa af undrun. Hún segir já og kyssir unnusta sinn og drónamyndavélin tekst þá á loft og sýnir gullfallegt landslagið í kring alveg eins og í epískri Hollywood kvikmynd.