Einka­þjálfarinn Margrét Edda Gnarr og unnusti hennar Ingi­mar Elías­son eignuðust dreng í gær.

Drengurinn er fyrsta barn Margrétar og Ingi­mars en fyrir á Ingi­mar eitt barn. Margrét til­kynnti ó­léttuna síðasta sumar á Insta­gram síðu sinni og gerði það sama um fæðingu drengsins. Þar deilir hún fal­legum myndum úr fæðingunni á­samt myndum af ný­fæddum syninum.

Frétta­blaðið óskar for­eldrunum inni­lega til hamingju.

Sonurinn nýfæddur.
Mynd/Skjáskot Instagram
Mynd/Skjáskot Instagram