Einka­þjálfarinn Margrét Edda Gnarr og Ingi­mar Elías­son leik­stjóri eiga von á sínu öðru barni. Frá þessu greinir Margrét á Insta­gram og segir barnið væntan­legt í júlí.

Fyrir eiga þau saman drenginn Elías sem fæddist í upp­hafi árs 2020 en Ingi­mar á einnig barn úr fyrra sam­bandi.

Margrét og Ingi­mar hafa verið saman frá árinu 2018 og trú­lofuðu þau sig í fyrra.