Veðurglugginn sem opnast í nótt er frábær og því er stefnan að leggja af stað snemma í fyrramálið. Við fáum staðfestan nákvæman brottfarartíma í kvöld. Marglytturnar eru mjög bjartsýnar að leggja af stað á morgun og stemmingin er frábær í hópnum þrátt fyrir að sumar eigi mjög erfitt með að vera án þess að æfa mikið, nefni engin nöfn,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir.

m.jpg

Margir hafa þurft frá að hverfa

Skipstjórar Rowen sögðu á fundi í morgun að veðrið væri búið að vera óvenju umhleypingasamt í sumar. Þeir þekkja Ermarsundið mjög vel og gefa einungis grænt ljós ef veðurskilyrði eru hagstæð. Það eru margir sundmenn sem hafa þurft að bíða lengur en Marglytturnar og margir þurft frá að hverfa þar sem að enginn veðurgluggi hafi opnast. Þetta verður síðasta tækifæri Marglyttana að synda yfir Ermarsundið en þeirra sundréttur lokast á miðvikudaginn.