Fjöl­margir hafa stigið fram í dag og harmað brott­hvarf Sigur­borgar Óskar Haralds­dóttur úr borgar­stjórn. Margir borgar­full­trúar sjá eftir henni miðað við við­brögð á sam­fé­lags­miðlum.

Sigur­borg lýsir því yfir í helgar­blaði Frétta­blaðsins að hún muni stíga til hliðar vegna veikinda. Í við­talinu segir hún sam­starf meiri­hlutans til fyrir­myndar. Hún staldrar sér­stak­lega við Dag B. Eggerts­son og segir hann límið sem haldi öllu saman og að læra megi margt af leið­toga­hæfi­leikum hans.

Meðal þeirra sem lýsa sam­starfinu við Sigur­borgu eru Pawel Bar­toz­sek, borgar­full­trúi Við­reisnar og þeir Skúli Helga­son, Hjálmar Sveins­son og Aron Leví Beck, borgar­full­trúar Sam­fylkingar auk stall­systra Sigur­borgar í Pírötum.

Þá sjá helstu á­huga­menn um borgar­mál og bíl­lausan líf­stíl mikið eftir Sigur­borgu. Gísli Marteinn segir mikinn missi af Sigur­borgu og telur að hún skilji eftir sig skarð sem ein­hver verði að stíga inn í. Björn Teits­son er hrein­lega miður sín og segir málið hið al­var­legasta.

Það mun verða mikil eftirsjá eftir mikilli hugsjónamanneskju úr borgarstjórn og góðum samstarfsfélaga. Megi þér vegna allt hið besta , Sigurborg!

Posted by Pawel Bartoszek on Saturday, 1 May 2021

"Þetta er mín erfiðasta ákvörðun" segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata í viðtali í Fréttablaðinu í...

Posted by Hjálmar Sveinsson on Saturday, 1 May 2021

Ég ætla ekki að leyna því að það var mikið áfall að heyra af veikindum Sigurborgar og sérstaklega að hún þurfi að hætta...

Posted by Skúli Helgason on Saturday, 1 May 2021

Sigurborg Ósk kom fyrst inn í borgarstjórn árið 2014, var fulltrúi Pírata í umhverfis- og skipulagsráði sem þá hét og...

Posted by Halldór Auðar Svansson on Saturday, 1 May 2021

Sigurborg Ósk er ekki bara „samstarfskona” mín heldur einnig vinkona. Borgin var afskaplega lánsöm að fá þessa kláru,...

Posted by Vala Arnadottir on Saturday, 1 May 2021