Vinirnir Þór­dís Ims­land, söng­kona og Sigur­jón Örn Böðvars­son, tann­læknir, greindu ný­lega frá því að þau hygðust eignast barn saman. „Það eru auð­vitað kostir og gallar við allt og það eru margir kostir sem fylgja því að eignast barn bara sem vinir,“ segja Þór­dís og Sigur­jón.

Að þeirra mati eru fjöl­skyldur alls­konar og fannst þeim engin fyrir­staða að gera þetta saman þrátt fyrir að þau séu ekki í sam­bandi.

„Fólk virðist ó­trú­lega opið gagn­vart þessu fjöl­skyldu­formi og finnum við fyrir miklum stuðningi,“ segir Sigur­jón. Þór­dís tekur undir það og segir við­brögð frá fjöl­skyldu og vinum hafa verið frá­bær. „Allt okkar nánasta fólk sýnir okkur mikinn stuðning og kær­leik sem er ó­metan­legt.“

Sakaði ekki að spyrja

Þór­dís segir hug­myndina um eignast barn saman hafa skotið upp kollinum fyrir tveimur árum þegar hún lýsti því yfir að henni langaði að eignast barn. „Þá sagði sam­eigin­leg vin­kona okkar ,,Af hverju eignastu ekki bara barn með Sigur­jóni," segir Þór­dís hlæjandi.

Í fyrstu var hug­myndin nokkuð fjar­læg en eftir miklar vanga­veltur á­kvað Þór­dís að það sakaði nú ekki að spyrja. „Sigur­jón tók svo bara vel í hug­myndina og við plönuðum fund.“ Ótal fundum síðar á­kváðu vinirnir að slá til síðast­liðinn janúar.

„Okkur var ráð­lagt að prófa að gera þetta bara sjálf heima með sprautu. Við á­kváðum að reyna á það sem heppnaðist svona ó­trú­lega vel,“ segir Sigur­jón brosandi. Vinirnir greindu frá því að von væri á litlu kríli í októ­ber í byrjun mánaðarins.

Vinirnir eru spennt að verða foreldrar.
Mynd/Aðsend

Ótal kostir

Það vakti um­svifa­laust at­hygli að vinirnir höfðu á­kveðið að feta þessa braut en þau segja sam­fé­lagið hafa brugðist ó­trú­lega vel við fregnunum. „Það er ó­metan­legt að fá öll fal­legu skila­boðin og kveðjurnar frá fólki.“

Sigur­jón segir ferlið hafa gengið með eins­dæmum vel og að það séu margir kostir við að eignast barn sem vinir. „Við erum auð­vitað búin að í­mynda okkur allar mögu­legar að­stæður sem gætu komið upp, velt öllum steinum og farið yfir alla kosti og galla við að gera þetta svona en ein­hvern veginn hefur það alltaf lent ofan á að þetta sé klár­lega þess virði.“

Þór­dís sam­sinnir því og segir þau hafa styrkst í á­kvörðun sinni eftir því sem þau ræddu hlutina betur. „Eins upp­lifum við mikið traust til hvors annars og trúum því heils­hugar að við verðum góð í for­eldra­hlut­verkinu.“

Landsmenn kannast margir við Þórdísi úr sjónvarpsþáttunum The Voice.
Mynd/Aðsend

Ætla að búa saman

Barn­eignir munu ó­neitan­lega breyta lífi vinanna og hafa þau skipu­lagt hvernig þau hyggjast takast á við það. „Við ætlum að búa saman síðustu tvo mánuði með­göngunnar og í minnsta kosti í heilt ár eftir að barnið kemur í heiminn,“ segir Þór­dís.

Sigur­jón segir það síðan þurfa að koma í ljós hve­nær for­eldrar og barn séu til­búin í að skipta á milli, viku og viku. „Við erum mjög sam­stíga hvað varðar hug­myndir um upp­eldi og hlökkum við mikið til að hitta litla krílið okkar.“

Hug­takið fjöl­skylda er að mati Þór­dísar og Sigur­jóns skil­greint sem sam­heldinn hópur sem stendur með hvort öðru í blíðu og stríðu, þar sem ást og kær­leikur er í há­vegum haft. „Svo finnst okkur hug­takið "fri­ends are your chosen family" eiga mjög vel við okkar til­felli,“ segir Þór­dís.

Engar fljót­færins á­kvarðanir

Að­spurð um ráð til fólks sem er í svipuðum hug­leiðingum ráð­leggja vinirnir öllum að taka engar fljót­færins á­kvarðanir. „Það er mjög mikil­vægt ræða við ó­háðan þriðja aðila til dæmis fjöl­skyldu­ráð­gjafa eða sam­eigin­legan vin,“ út­skýrir Sigur­jón. „Í okkar til­felli var þetta sam­eigin­leg vin­kona okkar sem er að læra fjöl­skyldu­ráð­gjöf.“

Þau hittust með komandi fjöl­skyldu­ráð­gjafanum í tæp tvö ár til að ræða allt sem tengdist því að eignast saman barn. „Við mælum líka með því að leita til fólks sem hefur gengið í gegnum svipað ferli og fá góð ráð,“ bætir Þór­dís við. Þá sé ráð­legt að út­búa samninga með lög­fræðing til að hafa til vonar og vara.

Þór­dís og Sigur­jón mæla þó inni­lega með sinni reynslu og eru yfir sig hamingju­söm með árangurinn. „Við erum ó­trú­lega spennt fyrir því að verða for­eldrar og taka við öllum þeim á­skorunum sem því fylgja.“