Nökkvi Fjalar Orra­son er nýjasti gesturinn í pod­casti Sölva Tryggva­sonar. Nökkvi hefur vakið at­hygli fyrir mjög agaða dag­lega rútínu, þar sem hann meðal annars fastar, vaknar eld­snemma og borðar hollt.

,,Aginn kemur bein­línis frá ást­ríðunni. Ég á auð­velt með að aga mig af því að ég elska það sem ég er að gera og veit hvert ég er að fara. Ég skil það mjög vel að fólk eigi erfitt með að vera agað ef því leiðist það sem það er að gera eða það vantar alla ást­ríðu. Aginn er þannig ekki per­sónu­ein­kenni.

Ef þú myndir til dæmis tala við kennarana mína úr skóla myndu þeir ekki segja að ég hafi verið agaður, af því að mér leiddist margt í skóla. Fyrsta skrefið í að bæta venjurnar sínar er að mínu mati að byrja á að horfa mjög heiðar­lega á stöðuna og gera sér fulla grein fyrir því hvar maður er staddur.

Fyrsta skrefið er að sjá það og á­kveða svo hvaða skref maður vill taka fyrst. Svo er lykil­at­riði að vita hvert maður er að fara. Það verður til mikil gjá hjá mörgum á milli raun­veru­leikans og þess sem það vill vera. Ef gjáin er orðin of stór vex það fólki í augum að byrja að gera breytingar,” segir Nökkvi, sem vinnur á­samt því að reka fyrir­tæki sitt við að þjálfa fólk.

,,Það er ást­ríða hjá mér að hjálpa fólki að elta drauma sína og vonandi sýna fólki það í verki. Það er hægt að fylgja hjartanu sínu og elta uppi draumana. Það mun verða mjög erfitt, en það er svo mikið þess virði.”

Nökkvi býr nú í London og rekur þar fyrir­tæki sitt, eftir að hafa skipt um takt og hætt í Áttunni.

,,Ég fann breytingu þegar ég flutti til London og skipti um takt í því sem ég er að gera. Þá heyrði ég oft að fólk héldi að ég væri orðinn alveg ruglaður eða hrein­lega alveg farinn.

Ég er þakk­látur fyrir bæði já­kvætt og nei­kvætt um­tal, en fannst það merki­legt að fá að heyra það að margir héldu að ég væri orðinn klikkaður af því að ég væri byrjaður að tala ensku á sam­fé­lags­miðlum og farinn að hug­leiða. Það hefur oftar en einu sinni komið fyrir undan­farið að fólk sem er að tala við mig segist glatt að sjá að ég sé ekki orðinn geð­veikur,” segir Nökkvi og hlær.”

Hann kann vel við sig í London og sér fyrir sér að vera þar á­fram.

,,London hefur verið drauma­borgin mín alveg síðan ég var barn, þannig að það er frá­bært að fá að láta æsku­drauminn rætast á þennan hátt. Mér líður mjög vel í London og finnst ég strax vera á heima­velli þar, en það er auð­vitað miklu flóknara að ná hlutum í gegn á svona stóru markaðs­svæði.

Það sem tekur einn dag á Ís­landi tekur kannski viku í London. Það tekur langan tíma að láta það verða að veru­leika að færa sig svona um set og skipta um takt á ferlinum. Ég hef alveg frá árinu 2016 fundið það að ég vildi ekki vera bara skemmti­kraftur á Ís­landi. Alveg síðan þá hef ég verið að vinna að því sem nú er að gerast. Að reka mitt eigið fyrir­tæki í London á­samt sam­starfs­fé­lögum mínum.”

Nökkvi fékk mikið um­tal á síðasta ári vegna um­ræðunnar um bólu­setningar vegna Co­vid. Hann á­kvað þá að svara fylgjanda sínum sann­leikanum sam­kvæmt og sagðist vera óbólu­settur. Í kjöl­farið voru gerðar margar fréttir og hann varð hálf­gert and­lit óbólu­settra á Ís­landi:

,,Ég hef tamið mér það að segja alltaf satt og það var það sem ég gerði þarna. Mér finnst allt í lagi að fólk hafi ó­líkar skoðanir á þessu, en ég myndi endur­taka þetta ef ég gæti valið aftur. Það er bara satt um það að ég fór ekki í bólu­setningu og ætla ekki að byrja að ljúga. Það var mitt val og ég tek á­byrgð á því. En þó að margir hafi verið brjálaðir út í mig á sam­fé­lags­miðlum kom mikill fjöldi fólks upp að mér og hrósaði mér fyrir að þora að segja satt og standa með sjálfum mér. Líka fólk sem sjálft er bólu­sett og það fannst mér fal­legt.”