Lífið

Manuelu Ósk þykir hún hlunn­farin af fylgj­endum sínum

Samfélagsmiðladrottningin Manuela Ósk vakti athygli á því í gær á samfélagsmiðlinum Instagram að hún hefur ekki verið að fá þann fjölda viðbragða við færslum sínum sem ríma við fjölda fylgjenda hennar á miðlinum en hún er með rúmlega fimmtíu þúsund fylgjendur.

Manuela Ósk hefur gífurlegan fjölda fylgjenda en fjöldi læka ekki eftir því. Fréttablaðið/Anton Brink

Samfélagsmiðladrottningin og athafnakonan Manuela Ósk er ekki par sátt við þann fjölda fólks sem bregst við stöðuuppfærslum hennar á samfélagsmiðlinum Instagram en óánægjuna lætur hún í ljós í nokkrum færslum sem birtast á hina svokallaða „Story“ svæði á samfélagsmiðlinum.

„Fylgjendur ættu ekki bara að vera fylgjendur, þeir ættu að vera stuðningsmenn! Ef ég hirði nóg um til þess að fylgja þér, þá mun ég setja like á myndirnar þínar! Þegar ég skoða heimsóknartölurnar á síðunni minni að þá passa tölurnar alls ekki við fjölda þeirra sem hafa sett like.“

Manuela Ósk er um þessar mundir með rúmlega fimmtíu þúsund fylgjendur og eru að jafnaði rúmlega sexhundruð til sjöhundruð manns að bregðast við færslum hennar á samfélagsmiðlinum og ljóst að Manuela tekur það nokkuð til sín. 

Þannig svarar einn fylgjenda hennar á samfélagsmiðlinum og segir þetta góðar athugasemdir frá athafnakonunni og að þetta hafi fengið sig til þess að hugsa sinn gang. Manuela segist í færslu afar þakklát fyrir stuðninginn.

„Auðvitað er öllum frjálst að velja hvað það gerir like við og hvað ekki - en til hvers ertu að fylgja IG accounti ef þér "líkar" aldrei efnið sem fer þangað inn?“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Manuela Ósk til liðs við H&M

Helgarblaðið

Getur ekki talið allar plöturnar

Helgarblaðið

Fær innblástur úr listum og pólitík

Auglýsing

Nýjast

Gefst ekki upp

Hann er algjör stuðpinni

Andorra - Ísland: „Þarf alltaf að vera fótbolti‘?“

Anita Hirleker og verslunin Fischer sigurvegarar

Þegar Eurovision varð háalvarlegt

Frískandi eftirréttir í brúðkaupið

Auglýsing