Manuela Ósk og Eiður Birgisson virðast aldrei hafa verið hamingjusamari. Þau fengu sér í gær sitthvort nýtt tattú á höndina.
Þetta má sjá á Instagram síðu húðflúrstofunnar Reykjavík Ink en þar má sjá parið saman á stofunni. Manuela fékk sér nafnið hans Eiðs á höndina en Eiður fékk sér nafn Manuelu.
Parið byrjaði saman í sumar og þau virðast aldrei hafa verið í betri gír. Þau eru ekki fyrsta stjörnupar Íslands sem fær sér húðflúr í stíl en Svala Björgvins og Kristján Einar fengu sér samsvarandi húðflúr á dögunum.

Fréttablaðið/Skjáskot

Fréttablaðið/Skjáskot