Manuela Ósk og Eiður Birgis­son virðast aldrei hafa verið hamingju­samari. Þau fengu sér í gær sitt­hvort nýtt tattú á höndina.

Þetta má sjá á Insta­gram síðu húð­flúr­stofunnar Reykja­vík Ink en þar má sjá parið saman á stofunni. Manuela fékk sér nafnið hans Eiðs á höndina en Eiður fékk sér nafn Manuelu.

Parið byrjaði saman í sumar og þau virðast aldrei hafa verið í betri gír. Þau eru ekki fyrsta stjörnupar Ís­lands sem fær sér húð­flúr í stíl en Svala Björg­vins og Kristján Einar fengu sér sam­svarandi húð­flúr á dögunum.

Fréttablaðið/Skjáskot
Fréttablaðið/Skjáskot