Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, segir að á Mannauðsdeginum 2022 verði fjallað um mörg af mikilvægustu viðfangsefnum mannauðsfólks og stjórnenda fyrirtækja. Með gríðarmiklum og hröðum breytingum sem heimsfaraldurinn ýtti úr vör eða hraðaði, eru nú komin ýmis ný verkefni og breytt verklag sem mikilvægt er að ná tökum á sem fyrst. Með töluvert breyttu landslagi í stjórnun, auknum kröfum starfsfólks, fjölbreytileika á vinnumarkaði, jafnréttismálum, fjarvinnustefnu og húsnæðisbreytingum, stendur mannauðsfólk og stjórnendur fyrirtækja frammi fyrir nýjum og spennandi áskorunum sem fela í sér fjölmörg tækifæri.

Birgir Jónsson, eigandi Play flugfélagsins, heldur hér fyrirlestur á Mannauðsdegi 2021.

Í ár höfum við fengið til liðs við okkur úrvalslið fyrirlesara, bæði erlendra og innlendra, sem munu miðla af reynslu sinni og þekkingu og gefa okkur ferska sýn og nýjar hugmyndir.

Fyrirlestur Camillu Kring PhD., frá Super Navigators ApS, heitir „How do we create new sustainable rhythms in working life that support a diversity of family rhythms, work rhythms and circadian rhythms?“ og sker hún upp herör gegn gamaldags nálgun á hefðbundnum vinnutíma og hvetur til þess að fundinn sé nýr „taktur“ í vinnunni, sem styður við fjölbreytt nútímasamfélag.

Tim Munden, fyrrverandi Chief Learning Officer hjá Unilever, mun ræða um þær helstu áskoranir sem fyrirtæki og leiðtogar þeirra standa frammi fyrir að hans mati. Starfsfólk vill störf sem hafa tilgang og vinnustaðurinn þarf að vera heilbrigður og mannlegur. Stjórnendur og leiðtogar vilja sveigjanlegt fyrirtæki sem getur „lært“, eða breyst og þróast á skömmum tíma og samfélagið vill að fyrirtæki sýni samfélagslega ábyrgð. Erindið hans heitir: „People, purpose & performance – Getting fit for the 21st Century“.

Mannauðsfólk og stjórnendur fyrirtækja standa frammi fyrir nýjum og spennandi áskorunum sem fela í sér fjölmörg tækifæri.

Tolulope Oke, sem starfar sem Global D&I Customer Engagement Leader hjá Amazon, er reynslumikil þegar kemur að jafnréttismálum og mun deila hagnýtum leiðum til að taka jafnrétti og fjölbreytileika á næsta stig. Erindið hennar heitir: „Taking Diversity & Inclusion to the next level: exploring opportunities to go further“.

Jeff Schwartz, fyrrverandi ráðgjafi hjá Deloitte Consulting LLP og höfundur bókarinnar „Work Disrupted“, mun tala um nauðsyn nýrrar hugsunar þegar kemur að fyrirkomulagi starfa og starfsframa á 21. öldinni. Erindið heitir: „Reframing work and Careers for 2030: A time for bold and empathic HR and Business leadership“.

Auk erlendu fyrirlesaranna mun Jón Björnsson, forstjóri Origo, segja frá jafnréttisvegferð fyrirtækisins í erindinu „Að ná árangri í jafnréttismálum er ákvörðun“. Erindi Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs hjá Alvotech, heitir „Hvað er ég búin að koma mér í núna? – að smíða flugvél á meðan við erum að fljúga henni“ og Thor Ólafs, CEO hjá Strategic Leadership Group, talar um „Hvernig EGÓ-frítt leiðtogastarf eykur helgun í starfi, sköpunargleði og framleiðni“.

Samhliða ráðstefnunni verður glæsileg sýning í Norðurljósasal Hörpu. Rúmlega 40 fyrirtæki kynna fjölbreytta þjónustu sína og vörur, allar tengdar stjórnun og mannauðsmálum.

Á Mannauðsdeginum, sem haldinn verður í október, verður úrvalslið fyrirlesara, bæði erlendra og innlendra, sem munu miðla af reynslu sinni og þekkingu og gefa gestum ferska sýn og nýjar hugmyndir.

Mannauðsdagurinn 2022 verður haldinn hátíðlegur í Hörpu föstudaginn 7. október.

Mannauðsdagurinn er vettvangur fyrir alla þá sem láta sig nútímastjórnun varða.

Miðasala er hafin á www.mannaudsdagurinn.is – tryggðu þér miða því í fyrra varð fljótt uppselt.