Lífið

Mamman bjargar málunum

Hver leiðir Meghan inn kirkjugólfið í stað föður hennar er spurning sem enn hefur ekki fengist staðfest svar við.

Allt bendir til þess að Doria móðir Meghan fylgi henni upp að altarinu í stað föður hennar sem liggur nú fárveikur á sjúkrahúsi í Mexíkó. Fréttablaðið/Getty

Þessa dagana beinast allra augu að dökkhærðu leikkonunni Meghan Markle og Harry hjartaprinsinum hennar en brúðkaupsdagur þeirra nálgast óðfluga.

Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á við undirbúning stóra dagsins og virðist skammt stórra högga á milli. Getgátur um hver myndi fylgja brúðinni að altarinu kviknuðu strax og fréttir af væntanlegu brúðkaupi spurðust út, en ekkert þótti augljóst í þeim efnum.

Nú liggur það fyrir að faðir Meghan verður fjarverandi laugardaginn kemur en hann gekkst undir stóra hjartaaðgerð í dag í kjölfar hjartaáfalls. 

Hann mun því ekki fylgja dóttur sinni upp að altarinu á brúðkaupsdaginn líkt og til stóð. 

Sjá einnig: Föðurlaus á brúðkaupsdaginn

Breskir fjölmiðlar spá því að móðir brúðarinnar, Doria Ragland muni fylgja dóttur sinni inn kirkjugólfið á laugardaginn í hans stað. 

Gangi það eftir þá verður það í fyrsta sinn í sögu konunglegra brúðkaupa á Englandi að móðir sé í því hlutverki.

Mæðgurnar Doria og Meghan eru nánar og deila áhuga á jóga og heilsusamlegum lífsstíl. Fréttablaðið/Getty

Komin af þrælum

Móðir Meghan flaug til Englands í síðustu viku og hefur verið dóttur sinni mikilvægur stuðningur síðustu daga. Harry prins heldur sérstaklega upp á tengdamóður sína og segir hana alveg „meiriháttar frábæra“ en hann lét þau orð falla í viðtali skömmu eftir að tilkynnt var um trúlofunina.

Doria er búsett í Los Angeles og starfar þar sem sálgreinir og jógakennari. Þær mæðgur eru mjög nánar og deila áhuga á heilsusamlegum lífsstíl og jóga sem þær stunda af kappi.

Verðandi tengdamóðir erfingja bresku krúnunnar á ættir að rekja til bandarískra þræla sem störfuðu á plantekrum í Suðurríkjunum.

Langamma Meghan Markle, Netty Allen sem bjó við einföld skilyrði á akri í litlum kofa, óraði líklega ekki fyrir því að afkomandi hennar myndi einn daginn ganga í eina sæng með breska heimsveldinu. En Bretar voru á sínum tíma stórtækir í verslun með þræla um heim allan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Föðurlaus á brúðkaupsdaginn

Lífið

Meghan alveg eyðilögð

Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Auglýsing

Nýjast

Fá hjón verja jafn miklum tíma saman

Hildur Yeoman í Hong Kong

„Ég er mikið kvikindi“

Fékk stað­gengil í nýjustu seríu Game of Thrones

Grænkerar í sjálfkeyrandi bílum

„Hæfileg óreiða finnst mér heilbrigð“

Auglýsing