Erna Þórarins­dóttir og fjöl­skylda er að selja húsið sitt í Mý­vatns­sveit. Húsið er sann­kölluð höll í hrauninu en það er stað­sett í Birki­landi, einu sumar­bú­staða­lóð í fegurstu sveit landsins.

Mý­vatns­sveitin er greini­lega stút­fullt af fal­legum húsum því fegursta hús landsins, sem valið var af á­horf­endum Stöðvar 2, er stað­sett í sveitinni.

Sumarhöll Ernu er að Birki­landi 14 í Skútu­staða­hreppi í Mý­vatns­sveit.

Í lýsingu á vef fast­eigna­sölunnar kemur fram að um sé að ræða stór­glæsi­legt ein­býlis­hús á frá­bærum stað rétt hjá Grjóta­gjá í Mý­vatns­sveit. Gjáin er heims­fræg, en þar inn­sigluðu Jon Snow og Yg­ritte ást sína í Game of Thrones.

Erna, sem er móðir leik­konunnar Anitu Briem, og fjöl­skylda hafa aug­ljós­lega lagt mikið í húsið.

Það er 320 fer­metrar, á þremur hæðum og þá er 37,9 fer­metra gesta­hús á lóðinni. Á aðal­hæð hússins er afar fal­leg ar­instofa, gesta­snyrting og hjóna­her­bergi með sér bað­her­bergi.

Í ar­instofunni er kamína á gólfi. Þaðan er gengið upp hring­stiga upp í út­sýnis­turn. Þar er að finna út­sýni yfir alla Mý­vatns­sveit. Þá er að sjálfsögðu að finna gufubað í húsinu.

Fleiri myndir úr þessu magnaða húsi má sjá hér að neðan:

Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar
Mynd/Fasteignasala Akureyrar