Myndlistarkonan Edda Mac heldur myndlistarsýningu heima hjá sér á Þingholtsstræti 30 í dag frá klukkan 16 til 19.

Edda ákvað að mála stærðarinnar veggmálverk á stofuvegginn heima hjá sér í miðju samkomubanninu og tók það hana um 4 vikur að ljúka við verkið.

Í dag ætlar hún að sýna afraksturinn og önnur verk sem hún hefur verið að vinna undanfarið en sýningin verður aðeins þennan eina dag.

Það er nokkuð ljóst að ekki er algengt að fólk ráðist á stofuveggi með þessum hætti og máli þar risa málverk en hana hafði lengi dreymt um að gera það og fékk fullkomið tækifæri í miðjum heimsfaraldri.

Edda Mac hefur haldið sýningar á verkum sínum hér á landi, í Svíþjóð og í Suður Kóreu.