Dagana 24. til 26. nóvember verður haldið mál­þing og við­burðir í Lista­safni Reykja­víkur, Hafnar­húsi, undir yfir­skriftinni Kvik­Mynd­list.

Um­ræðu­efni mál­þingsins eru mörk kvik­mynda og lista, varð­veisla og miðlun kvikra og staf­rænna miðla á söfnum og þær á­skoranir sem felast í því. Ráð­stefnan tengist safn­eign og sýningar­haldi í Lista­safni Reykja­víkur, sem og fyrir­hugaðri verð­launa­há­tíð Evrópsku kvik­mynda­verð­launanna í desember.

Lista­safn Reykja­víkur varð­veitir nú viða­mikið safn kvikra verka og ekki úr vegi þegar slík há­tíð kemur til landsins að líta inn á við og skoða þær tengingar sem liggja fyrir.

Að sögn Lista­safnsins er mikill fengur í að fá bæði fag­aðila um varð­veislu kvik­mynda og lista­menn til að sýna af­rakstur vinnu sinnar og hvetja til frekari um­ræðu og rann­sókna á þessu sviði.

Á meðal þeirra sem koma fram á mál­þinginu eru Sigurður Guð­jóns­son lista­maður, Gunn­þóra Hall­dórs­dóttir, verk­efna­stjóri varð­veislu og rann­sókna hjá Kvik­mynda­safni Ís­lands, Jina Chang hjá Nasjonalmuseum í Osló, Jos­hua Reiman mynd­listar­maður og Ásta Fann­ey Sigurðar­dóttir, skáld og mynd­listar­maður.