Ryotaro Suzuki, sendi­herrann sí­vin­sæli frá Japan, prófaði Malt&Appel­sín í fyrsta sinn í kvöld. Hann birti mynd af dós af klassísku Malti og appel­síni frá Öl­gerðinni á Twitter-reikningi sínum í kvöld og greindi frá því að hann myndi prófa drykkinn.

Aðrir not­endur miðilsins brugðust að sjálf­sögðu við því og bentu honum á að margir blandi drykkinn til helminga við Co­caCola sem hann hefur aug­ljós­lega gert því að hans mati er drykkurinn betri þannig.

Þegar hann er varaður við því að á­netjast drykknum svarar hann því þó með því að það verði ó­lík­legt, hann hafi ekki verið svo hrifinn.

Að­spurður hvort að eitt­hvað í líkingu við Malt og appel­sín fáist í Japan segir hann ekki svo en að það megi mögu­lega líkja drykknum við á­fengis­laust freyði­vín eða við sætt gos. Hann segir að drykkurinn sé að­eins of sætur fyrir hans smekk og að hann kjósi frekar að drekka bjór eða vín.

Hann tekur þó ekki fyrir að prófa drykkinn aftur og segist næst ætla að prófa hann með hefð­bundnum mat, sem Ís­lendingar oft neyta á sama tíma, eins og laufa­brauðs, hangi­kjöts og annars slíks sem flestir þekkja um jólin.