Ryotaro Suzuki, sendiherrann sívinsæli frá Japan, prófaði Malt&Appelsín í fyrsta sinn í kvöld. Hann birti mynd af dós af klassísku Malti og appelsíni frá Ölgerðinni á Twitter-reikningi sínum í kvöld og greindi frá því að hann myndi prófa drykkinn.
Aðrir notendur miðilsins brugðust að sjálfsögðu við því og bentu honum á að margir blandi drykkinn til helminga við CocaCola sem hann hefur augljóslega gert því að hans mati er drykkurinn betri þannig.
Þegar hann er varaður við því að ánetjast drykknum svarar hann því þó með því að það verði ólíklegt, hann hafi ekki verið svo hrifinn.
Aðspurður hvort að eitthvað í líkingu við Malt og appelsín fáist í Japan segir hann ekki svo en að það megi mögulega líkja drykknum við áfengislaust freyðivín eða við sætt gos. Hann segir að drykkurinn sé aðeins of sætur fyrir hans smekk og að hann kjósi frekar að drekka bjór eða vín.
Hann tekur þó ekki fyrir að prófa drykkinn aftur og segist næst ætla að prófa hann með hefðbundnum mat, sem Íslendingar oft neyta á sama tíma, eins og laufabrauðs, hangikjöts og annars slíks sem flestir þekkja um jólin.
Bought this at Bónus this afternoon. I am going to try it now..🧐 pic.twitter.com/KJhhXfLHIr
— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) December 21, 2021
I tried it too. Much better with coke, as you say.
— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) December 21, 2021
Well, no.. perhaps it's comparable to a non-alcoholic sparkling wine (or a sweet tasting soda.. ) that you find in supermarkets this season.
— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) December 21, 2021
Fine. But I prefer beer..
— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) December 21, 2021