Á besta stað í Kópa­vogi – og þó víðar væri leitað – er nú til sölu alveg hreint mögnuð eign eftir hinn þjóð­kunna arki­tekt Man­freð Vil­hjálms­son. Um er að ræða 225,7 fer­metra ein­býlis­hús sem stendur á hvorki meira né minna en 992 fer­metra stórri sjávar­lóð í Foss­voginum.

Í húsinu sem byggt er árið 1978 eru alls fimm her­bergi, eða þrjú svefn­her­bergi og tvö bað­her­bergi. Út­sýni er yfir allan Foss­voginn og Skerja­fjörðinn og er því stað­setning hússins ein­stök. Eigendur óska eftir tilboði í eignina. Nánari upplýsingar má finna á fasteignavef Vísis.

Ein­kennandi stíll Man­freðs fær al­deilis að njóta sín í húsinu en hann leitaði inn­blásturs víða um heim.

Í fast­eigna­aug­lýsingu hússins segir um Man­freð: „Meðal þekktustu verka hans eru nokkur í­búðar­hús sem hann teiknaði á 7. og 8. ára­tug 20. aldar, þar sem hug­myndir um opna, flæðandi rýmis­skipan að japanskri fyrir­mynd fléttast saman við nor­rænar á­herslur á náttúru­efni íefnis­vali.“

Þeirra á­hrifa gætir ber­sýni­lega í þessu til­tekna húsi að Mar­bakka­braut 26.

Þá kemur einnig fram í fast­eigna­aug­lýsingunni að húsið hafi verið eitt af seinustu í­búðar­húsunum sem Man­freð hannaði fyrir einka­aðila. Það gerir húsið því enn ein­stakara fyrir vikið.

Ekki amalegt að hafa þetta útsýni við morgunverðarborðið.
Mynd/Miklaborg
Með Fossvoginn í stofunni.
Mynd/Miklaborg
Notalegt að ylja sér við arininn á köldum vetrarkvöldum.
Mynd/Miklaborg
Draumkennt útsýni.
Mynd/Miklaborg
Skemmtilegur og einkennandi stíll Manfreðs tekur sig vel út hér.
Mynd/Miklaborg
Tilvalið að fara í fjöruferð.
Mynd/Miklaborg
Eignin er á tveimur hæðum.
Mynd/Miklaborg