Ótrúlegt myndband birtist í erlendum miðlum í gær en þar má sjá mann bjarga litlum hvolpi ú kjafti krókódíls.

Myndbandið var tekið í Flórída þar sem er mikið af krókódílum en dýrið hafði greinilega náð til hvolpsins rétt hjá tjörn í almenningsgarði. Krókódíllinn hefur náð föstu taki á hvolpinum og komst með hann ofan í tjörnina.

Þá stökk til hetja dagsins; maður nokkur sem var í nágrenninu, óð út í tjörnina og dró krókódílinn upp úr henni. Þar opnaði hann kjaft dýrsins sem sleppti loks hvolpinum sem virðist óvenju brattur eftir atvikið.

Hér má sjá myndbandið af þessu magnaða atviki: