Nemendur Réttarholtsskóla stóðu fyrir gleðigjörningi þann 13. nóvember síðastliðinn þar sem dansað var við taktfast lagið ,,Jerusalema“.

Rúmlega 400 mans tóku þátt og átti hver hópur sitt eigið sótthólf fyrir utan skólann. Settir voru upp hátalarar til að varpa tónlistinni til allra.

Nemendur og starfsfólk hafði um viku til að æfa dansinn.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Markmið gjörningsins var:

  1. Hleypa gleði inn í umhverfi hafta og Covid-19
  2. Sýna að hægt er að skemmta sér innan sóttvarnareglna grunnskólanna
  3. Gera samtakamátt áþreyfanlegan
  4. Efla allt skólasamfélagið
  5. Danskennsla
  6. Aukin hreyfing
  7. Vekja athygli á sóttvörnum

Hér fyrir neðan má sjá magnað drónamyndband Réttarholtsskóli tók saman af gjörningnum.