Rokkstjarnan Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína, sest við hringborðið í Kvennaklefanum á Hringbraut í kvöld og segist hafa nánast blætt út í sumar í kjölfar bólusetningar með bóluefninu Moderna.

Í upphafi sumars voru um 500 konur í hópi á Facebook sem upplifðu breytingar á tíðahring í kjölfar bólusetninga en nú eru þær komnar vel yfir 2000. Eru konur sem tjá sig um þetta á móti bólusetningum?

Einhverjar sem opna sig finnst óþægilegt að þeirra saga sé notuð sem rök þeirra sem eru á móti bólusetningum. Magga Stína, blaðamaðurinn Urður Ýrr, Margrét Erla Maack og Salka Gullbrá ræða þetta í Kvennaklefa kvöldsins sem hefst klukkan 20:00.