„Eins og nafnið gefur til kynna er ég svo­lítið að taka á málum sem hafa ekki mikið fengið að heyrast í þjóð­fé­laginu. Hin hliðin. Það sem er ýmist þaggað niður eða ekki á­hugi fyrir að fjalla um, hvað sem því veldur,“ segir Margrét, sem löngum hefur verið um­deild og víða milli tannanna á fólki og í seinni tíð ekki síst eftir að hún stofnaði vef­miðilinn Fréttin.is.

„Það má kannski segja að þetta sé svona í fram­haldi af Fréttinni. Ég er kannski líka að fara ítar­legar í mál sem er verið að ræða mikið þar. Ég myndi segja að þetta væri kannski tengt að því leyti að sér­svið okkar á Fréttinni er að fjalla um mál sem enginn annar fjallar um.“

Þættirnir koma út viku­lega á fimmtu­dögum en Margrét er þegar búin að taka nokkra upp og sá fyrsti fór í loftið í síðustu viku og þar ræddi Margrét við lækninn Guð­mund Karl Snæ­björns­son, sem hefur meðal annars komist í kast við Lyfja­stofnun fyrir að mæla með lyfinu I­ver­mectin við Co­vid-19.

„Ég get kannski ekki nafn­greint næsta gest en hann er af­reks­í­þrótta­maður og frægur sund­kappi sem lenti í al­var­legum auka­verkunum eftir Co­vid-bólu­setningu. Síðan er maður á leiðinni til mín sem læknaðist af Parkin­sons með CBD-olíu. Kanna­bis­olíunni.“

Margrét reið á vaðið á fimmtudaginn í síðustu viku með fyrsta þáttinn af Hinni hliðinni.
Mynd/Skjáskot

Margrét segist hafa fengið á­gætis við­brögð enn sem komið er. „Það er ekkert búið að skammast í mér enn þá alla­vega. Ég meina, er ekki fólk sem er lýð­ræðis­lega þenkjandi opið fyrir allri um­ræðu? Vill enga þöggun?“

Magga viður­kennir fús­lega að slík þátta­gerð hafi ekki verið á á­ætlun hjá henni en þegar henni var boðið að vera með þátt á Upp­kast.is hafi hún eftir nokkra um­hugsun á­kveðið að slá til.

„Þetta er svo­lítið öðru­vísi og eitt­hvað sem ég hef aldrei gert áður en ég held ég sé bara að fíla mig vel í þessu. Mér finnst alltaf gaman að taka mér eitt­hvað nýtt fyrir hendur og svo sér maður bara hvernig fólk tekur í þetta og mér sýnist þessu bara nokkuð vel tekið,“ segir Margrét og bendir á að Upp­kast.is bjóði upp á sjö daga ó­keypis prufu­á­skrift. „Fyrir þá sem vilja prófa og skoða hvernig þetta virkar. Það er bara svo mikil­vægt að halda um­ræðunni opinni í lýð­ræðis­legu sam­fé­lagi en því hefur náttúr­lega verið svo­lítið á­bóta­vant og kannski fáir sem þora að fara út í þessi mál­efni sem ég er að taka fyrir,“ segir Margrét ó­deig að vanda.

„Við hvað á maður að vera hræddur? Maður á ekkert að vera hræddur við að tjá sig í lýð­ræðis­legu sam­fé­lagi þar sem mál­frelsið er meira að segja stjórnar­skrár­varið. Ef það þorir enginn að tjá sig, ég meina, hvar endum við þá?“