Harry Breta­prins er mættur til Eng­lands til þess að vera við­staddur jarðar­för afa síns, Filippusar her­toga af Edin­borg. Þettafull­yrðir breska götu­blaðið The Sun sem segir að sést hafi til prinsins á He­at­hrow flug­velli í gær. US We­ekly full­yrðir að prinsinn sé með sam­visku­bit yfir því að hafa ekki getað kvatt afa sinn.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur prinsinum legið á að komast til Bret­lands, þar sem hann mun nú þurfa að sæta fimm daga sótt­kví. Jarðar­för Filippusar mun fara fram laugar­daginn 17. apríl næst­komandi. Harry er einn í för og án fjöl­skyldu sinnar, þeirra Meg­han og Arcie.

Harry dvelur nú í Notting­ham koti, fyrrum heimili hans og Meg­han. Hann hefur ekki verið í Bret­landi síðan í mars síðast­liðinn en við­tal hans og Meg­han hjá Opruh Win­frey um erjur sínar við konungs­fjöl­skylduna og meintan ras­isma vöktu heims­at­hygli ný­verið.

Sam­kvæmt heimildum The Sun vildi Meg­han ferðast með eigin­manni sínum til Bret­lands. Læknir hennar hafi hins­vegar ráð­lagt henni að gera það ekki, en hin 39 ára gamla Meg­han gengur nú með þeirra annað barn. Karl Breta­prins er sagður spenntur að hitta sinn yngsta son í um­fjöllun breska götu­blaðsins.

Hefði viljað kveðja

Í um­fjöllun banda­ríska slúður­miðilsins US We­ekly er vísað til ó­nafn­greinds heimildar­manns um líðan Harry. Sá heimildar­maður er sagður náinn prinsinum.

Hann segir Harry hafa verið miður sín eftir að fregnir bárust af and­láti afa hans, hins 99 ára gamla Filippusar. Stuttu eftir and­látið birtu Harry og Meg­han til­kynningu þar sem þau sögðu að her­togans yrði sárt saknað.

„Harry er með sam­visku­bit yfir því að hafa ekki verið á staðnum til þess að kveðja Filippus prins í per­sónu,“ segir heimildar­maður US We­ekly. Annar heimildar­maður segir að drottningin hafi ólm viljað hafa Harry við­staddan jarðar­förina.

„Drottningin vill hafa Harry þarna. Harry er von­góður um að hann muni geta heiðra minningu afa síns, en þeir voru afar nánir.“