Jendr­ik, full­trú­i Þýsk­a­lands í Eur­o­vis­i­on, mætt­i á hinn svo­kall­að­a túrk­ís­dreg­il í Rott­er­dam með mynd­ir af þeim kepp­end­um sem ekki gátu mætt á krag­an­um. Eins og greint var frá í dag kom upp COVID-19 smit í ís­lensk­a hópn­um en hvork­i Daði Freyr né neinn með­lim­a Gagn­a­magns­ins smit­að­ist. Engu að síð­ur hafð­i smit­ið í för með sér að full­trú­ar Ís­lands gátu ekki lát­ið sjá sig á dregl­in­um þar sem þau eru í sótt­kví.

Á krag­a Jendr­ik voru mynd­ir af Daða og Gagn­a­magn­in­u, Mont­a­ign­e full­trú­a Ástral­í­u, Raf­al frá Pól­land­i, Dest­in­y frá Mölt­u og R­ox­en frá Rúm­en­í­u. Auk Ís­lands eru pólsk­i, malt­nesk­i og rúm­ensk­i hóp­ur­inn í sótt­kví þar sem tvö smit greind­ust á hót­el­in­u þar sem þau dvelj­a.

Glatt var á hjall­a á túrk­ís­dregl­in­um.
Fréttablaðið/EPA