Þrátt fyrir að hafa fætt barn fyrir tveimur dögum er Jess Shears, bresk raunveruleikastjarna og áhrifavaldur sem gerði garðinn frægan í þáttunum feykivinsælu Love Island, komin aftur í ræktina.

Hún og eiginmaðurinn, Dom Lever, leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með því á samfélagsmiðlum.

Jess rífur í lóðin.

Jess deildi einnig myndbandi á Instagram þar sem hún sýnir líkama sinn og flatan magann eftir barnsburðinn.

Jess Shears leyfir aðdáendum sínum að fylgjast náið með lífi sínu.

Jess og Dom, sem hún hitti við tökur á þáttunum Love Island, fóru heim af fæðingardeildinni í gær.

Þau eiga enn eftir að tilkynna um nafn og kyn barnsins.