Elísa­bet Bret­lands­drottning er mætt aftur til starfa eftir að hafa eytt nóttinni á sjúkra­húsi. Þetta full­yrðir breska götu­blaðið The Sun.

Drottningin hafði áður hætt við opin­bera ferð sína til Norður Ír­lands að við­höfðu læknis­ráði. Hún sagðist hafa gert það með semingi og hefði á­kveðið að hvíla sig.

Síðar kom í ljós að drottningin myndi eyða nóttinni á sjúkra­húsi. Þetta er í fyrsta sinn sem Elísa­bet fer á spítala í átta ár og því hefur breska þjóðin skiljan­lega vissar á­hyggjur.

Ekkert hefur komið fram um hvað sé að drottningunni. Hún er auðvitað orðin 95 ára gömul en um er að ræða hennar fimmtu sjúkrahúsheimsókn á 40 árum. Hún virðist samt hvergi bangin og sam­kvæmt heimildum breska miðilsins er hún ein­fald­lega komin aftur til vinnu. Dvölin á sjúkra­húsinu hafi verið til­komn af praktískum á­stæðum, ef marka má yfirlýsingar konungsfjölskyldunnar.