„Ég er stoltur að vera fyrsti karl­kyns maki amerísks for­seta eða vara­for­seta,“ segir Dou­glas Em­hoff, eigin­maður Kamölu Har­ris, í færslu sem hann deilir á Twitter-reikningi sínum.

Hann segir að hann muni ekki gleyma því að konur hafi gegnt hlut­verki hans í ára­raðir áður en hann gerir það, oft án nokkurrar viður­kenningar eða stað­festingar.

„Það er þeirra fram­fara­arf­leifð sem ég mun byggja á sem Annar Eigin­maður,“ segir Em­hoff og vísar þar til þess að maki for­setans og vara­for­setans beri númerin eitt og tvö.

Har­ris og Em­hoff hafa verið gift frá árinu 2008. Hann er lög­fræðingur og er 56 ára gamall. Hann hætti í vinnunni sinni til að sinna skyldum sínum sem maki vara­for­setans á meðan Kamala sinnir því em­bætti næstu fjögur árin.