„Ég er stoltur að vera fyrsti karlkyns maki amerísks forseta eða varaforseta,“ segir Douglas Emhoff, eiginmaður Kamölu Harris, í færslu sem hann deilir á Twitter-reikningi sínum.
Hann segir að hann muni ekki gleyma því að konur hafi gegnt hlutverki hans í áraraðir áður en hann gerir það, oft án nokkurrar viðurkenningar eða staðfestingar.
„Það er þeirra framfaraarfleifð sem ég mun byggja á sem Annar Eiginmaður,“ segir Emhoff og vísar þar til þess að maki forsetans og varaforsetans beri númerin eitt og tvö.
Harris og Emhoff hafa verið gift frá árinu 2008. Hann er lögfræðingur og er 56 ára gamall. Hann hætti í vinnunni sinni til að sinna skyldum sínum sem maki varaforsetans á meðan Kamala sinnir því embætti næstu fjögur árin.
I am honored to be the first male spouse of an American President or Vice President. But I'll always remember generations of women have served in this role before me—often without much accolade or acknowledgment. It’s their legacy of progress I will build on as Second Gentleman.
— Douglas Emhoff (@SecondGentleman) January 21, 2021