Söng­konan Madonna hefur aug­lýst heimili sitt í Kali­forníu til sölu. Hún vill heilar 26 milljónir dollara fyrir húsið, en það eru tæp­lega þrír og hálfur milljarður ís­lenskra króna. TMZ greinir frá þessu.

Madonna keypti húsið fyrir rétt rúmu ári síðan af söngvaranum The We­eknd, en kaup­verðið var þá um 19 milljónir. Madonna hagnast því á­gæt­lega á því að hafa átt húsið.

Húsið, sem byggt var árið 2017, hefur hita­stýrðan vín­kjallara, bíó­her­bergi, bíl­skúr fyrir fimm bíla, eigin líkams­rækt og dans­stúdíó. Landið sem húsið stendur á er heilir 1,2 hektarar.

Húsið er í Hidden Hills hverfinu, sem stendur í um tuttugu mínútna fjar­lægð frá Los Angeles. Hverfið er vin­sælt og sumar af stærstu stjörnum Hollywood búa í því, þar á meðal Kar­dashian fjöl­skyldan.

Hægt er að sjá myndir af húsinu hér.