Bandaríska stórsöngkonan Madonna kemur Miley Cyrus til varnar eftir að Miley Cyrus var sökuð um að halda fram hjá leikaranum Liam Hemsworth, fyrrum eiginmanni sínum. Miley hefur vísað öllum sögusögnum um framhjáhald á bug og segir Madonna að Miley sé mannleg og að hún þurfi ekki að biðjast afsökunar.

Erlendir slúðurmiðlar keppast við að flytja fréttir af sambandi söngkonunnar við Kaitlyn Carter og hafa sumir fullyrt að sambandið hafi byrjað áður en Miley og Liam hættu saman.

Miley Cyrus birti færslu á Instagram og á Twitter síðu sinni þar sem hún vísar á bug öllum sögusögnum.

„Ég get viður­kennt marga hluti en ég neita að viður­kenna að hjóna­bandið hafi endað vegna fram­hjá­halds,“ skrifar Mil­ey. Í færslunni ræðir hún mis­tök sín í for­tíðinni og lýsir eigin dóp­neyslu.

Madonna skrifaði athugasemd við færsluna á Instgram frá Miley: „GUÐI sé lof!! Þú ert mannleg! Þú ert kona sem hefur lifað lífi sínu! Engin þörf á að biðjast afsökunar.“