Vlodimír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur tekist að heilla heimsbyggðina í ávörpum sínum og stafrænum ræðum sem hann hefur haldið í þingsölum í Bretlands og Bandaríkjanna og víðar.. Órakað skegg og hermannafatnaður Selenskíjs hafa einkennt forsetan uppá síðkastið og talið er að útlit hans hafi ýtt undir jákvæða ímynd hans.

Svo virðist sem að Selenskíj hafi hrundið af stað tískubylgju. Til að mynda lítur út fyrir að forseti Frakklands, Emmanuel Macron, hafi tekið hann til fyrirmyndar í nýlegum ljósmyndum Soazig De La Moissonnière, einkaljósmyndari forsetans, birti fyrir stundu á Instagramsíðu sinni. Þar má fletta nýjum myndum hennar af forsetanum. Dæmi hver fyrir sig.

Myndirnar hafa vakið mikla athygli í Frakklandi sérstaklega fyrir þær sakir að forsetin hefur sjaldan sést klæddur í annað en vel sniðin jakkaföt. Á myndunum sem teknar eru í forsetahöllinni er forsetin nánst óþekkjanlegur.

Fréttaveitan Daily Mail getur þess að þessi nýi klæðaburður Macron hafi vakið lukku á samfélagsmiðlum. En sumir hafa gagnrýnt Macron fyrir að stæla Selenskíj og ímynd hans.

Eftir því sem átökin í Úkraínu stigmögnuðust og Rússar hófu að gera árásir á Kænugarð skipti Selenskíj jakkafötunum út fyrir stuttermabol og hettupeysu. Í gær ávarpaði forsetinn fulltrúadeild Bandaríkjaþings klæddur í bol og órakaður. Útlit hans vakti athygli og virtist undistrika neyðarástandið sem ríkir í Úkraínu og alvarleika skilaboðanna sem hann reyndi að koma á framfæri.

Sumir hafa þó komið fram og gagnrýnt klæðnað og snyrtimennsku Selenskíjs. Skömmu eftir ávarp sitt kom hagfræðingurinn og álitsgjafinn, Peter Schiff, fram með gagnrýni á klæðaburð Selenskíjs sem honum þótti bera vott um virðingarleysi fyrir þinginu og sagði að forsetinn hefði átt að koma fram í jakkafötum og bindi. Schiff hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessar athugasemdir sínar og margir gert að honum stólpa grín.

Enda þykir flestum klæðaburður forsetans viðeigandi vegna þess að hann er staddur á stríðssvæði, þar sem hann hefur þurft að forðast sprengjuárásir og fjölmörg banatilræði.