Donald Trump á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en eftir sex daga mun hann hætta sem for­seti Banda­ríkjanna. Margir eru ó­sáttir við Trump og hefur það haft víð­tæk á­hrif, ekki bara á vett­vangi stjórn­mála.

Fjöl­margir net­verjar hafa í gegnum tíðina kallað eftir því að at­riði Trumps í Home Alone 2: Lost in New York verði eytt en myndin kom út árið 1992 og lék þar Trump sjálfan sig í einni senu.

Macaulay Cul­kin, sem fór með hlut­verk Kevin, aðal­per­sónunnar í Home Alone myndunum, hefur nú bæst í hóp þeirra sem vilja Trump úr myndinni en hann greindi frá málinu á Twitter í gær.

„Selt,“ sagði Cul­kin í svari sínu til að­dá­enda sem kallaði eftir því að Trump yrði fjarlægður úr senunni. Þá hrósaði hann öðrum að­dá­enda sem hafði tekið það á sig að fjar­lægja Trump.

Það verður þó að teljast ó­lík­legt að ósk net­verja rætist en það er aldrei að vita. Senuna sem um ræðir má finna hér fyrir neðan.