Sara Elísa Þórðar­dóttir, þing­maður Pírata og listamaður, hefur nú boðist til að gefa mál­verk sem hún málaði fyrir tæpum ára­tug síðan en hún greinir frá því á Face­book að hún sé að leita að nýjum eig­enda fyrir ­verkið.

„Við erum í síðustu flutnings­málunum - tæma bíl­skúrinn - og þetta mál­verk þarfnast heimili. Mál­verkið heitir Lífs­öld - ég málaði það í Edin­borg árið 2012. Það hefur fengið um­fjöllun í Telegraph í Bret­landi,“ segir Sara meðal annars í færslunni.

Um er að ræða mjög stórt mál­verk þar sem það er 2,3 metrar að hæð og 2,8 metrar að breidd og því ljóst að það gæti reynst ein­hverjum erfitt að finna pláss fyrir verkið. Hún tekur þó fram að verkinu sé ekki ætlað að vera geymt í geymslu.

„Sá sem er til í að sækja það Í DAG og gefa því gott heimili (á vegg ekki í geymslu) má vera á vinnu­stað – fær að eiga mál­verkið,“ segir Sara enn fremur.

Færsluna og myndir af verkinu má finna hér fyrir neðan.

EINSTAKT TÆKIFÆRI! Þetta málverk er stórt. Mjög stórt. 2.3m x 2.8m. Við erum í síðustu flutningsmálunum - tæma...

Posted by Sara Oskarsson on Sunnudagur, 14. mars 2021