Sara Elísa Þórðardóttir, þingmaður Pírata og listamaður, hefur nú boðist til að gefa málverk sem hún málaði fyrir tæpum áratug síðan en hún greinir frá því á Facebook að hún sé að leita að nýjum eigenda fyrir verkið.
„Við erum í síðustu flutningsmálunum - tæma bílskúrinn - og þetta málverk þarfnast heimili. Málverkið heitir Lífsöld - ég málaði það í Edinborg árið 2012. Það hefur fengið umfjöllun í Telegraph í Bretlandi,“ segir Sara meðal annars í færslunni.
Um er að ræða mjög stórt málverk þar sem það er 2,3 metrar að hæð og 2,8 metrar að breidd og því ljóst að það gæti reynst einhverjum erfitt að finna pláss fyrir verkið. Hún tekur þó fram að verkinu sé ekki ætlað að vera geymt í geymslu.
„Sá sem er til í að sækja það Í DAG og gefa því gott heimili (á vegg ekki í geymslu) má vera á vinnustað – fær að eiga málverkið,“ segir Sara enn fremur.
Færsluna og myndir af verkinu má finna hér fyrir neðan.
EINSTAKT TÆKIFÆRI! Þetta málverk er stórt. Mjög stórt. 2.3m x 2.8m. Við erum í síðustu flutningsmálunum - tæma...
Posted by Sara Oskarsson on Sunnudagur, 14. mars 2021