„Ef þið sjáið karlmann labbandi um í Kópavogi með múffu undir hendinni, svona frekar veglega múffu,“ segir Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush á Instagram eftir að hafa fengið upplýsingar um að brotist hafi verið inn í verslunina að Dalvegi um klukkan sjö í morgun.

„Hann heldur á bleikum kassa sem inniheldur múffu, ég vona að það sé glerbrot í henni þegar hann ætlar heim að nota hana,“ segir Gerður.

„Það er að sjálfsögðu öryggiskerfi, myndavélar og aldrei peningar í kassanum, þetta var því mjög tilgangslaust innbrot. Hann náði engu nema þessari múffu,“ upplýsir hún segist vona að innbrotið hafi verið þess virði fyrir einstaklinginn, afar skeptísk á svip.