Pat­rekur Jaime, Bassi Mara­j og Binni Glee segjast vera sér­stak­lega ber­skjaldaðir í þriðju og nýjustu seríunni af raun­veru­leika­þáttunum Æði, en þeir fé­lagar mættu í Lestina á Rás 2 og ræddu málin.

„Maður fær alveg kvíða yfir þessu. Við erum sér­stak­lega ber­skjaldaðir í nýju seríunni og opnum okkur mikið,“ segir Pat­rekur um ó­öryggið sem fylgir tökum á þáttunum.

Hann segist þó vera hættur að pæla í mynda­vélinni. „Maður er ekkert alltaf hress í þrjá­tíu daga svo það kemur fullt af ein­hverju dóti. Maður segir sumt og finnst það minnsta málið, en svo þegar það er að koma út er maður bara: Þetta er að gerast. Fólk er að fara að sjá hvað ég sagði, hvernig ég var og hvernig mér leið. Getur dæmt hvernig per­sóna ég er.“

Hefur beðið um að vissir hlutir færu ekki í loftið

Þeir fé­lagar lýsa því að stundum hafi þeir sýnt hliðar sem þeir hafi ekki búist við að sýna.

„En við vorum allir að ganga í gegnum eitt­hvað þegar við vorum í tökunum. Og það var smá per­fect að við séum að sýna hina hliðina, hvernig okkur líður og svona,“ segir Binni.

„Við fórum til Akur­eyrar í þessari seríu sem verður sýnd, og þá kom smá drama á milli okkar og krúsins,“ segir Pat­rekur í Lestinni og Binni tekur undir.

„Sér­stak­lega hjá mér,“ segir Binni. Pat­rekur segist muna eftir því „Binni alveg skellti hurð framan í and­litið á einni.“