LXS skvísuhópurinn eru með dressin og pósurnar alveg á hreinu, en þær hafa birt fjöldan allan af myndum af sér um helgina.

Líkt og Fréttablaðið greindi frá fyir helgi fóru stúlkurnar til London um helgina að hitta vinkonu sína, Hildi Sif Hauksdóttur, sem býr þar.

Af myndum að dæma hafa þær notið samvistar hvor annarrar, þar sem þær dvöldu á einu flottasta hóteli í London, The Londoner, fóru í lautarferð með freyðivín og ávexti og skáluðu í kokteilum á þakbar með stórkostlegu útsýni yfir borgina svo eitthvað sé nefnt.

Leikkonan og flugfreyjan, Kristín Pétursdóttir var fjarri góðu gamni, en hún hefur að öllum líkindum ekki komist vegna vinnu og birti mynd af sér og leikkonunni Helgu Brögu Jónsdóttur þar sem þær voru að vinna saman.

Kristín og Helga Braga taka sig afar vel út í einkennisfatnaði Icelandair.
Mynd/Instagram