Sum outlet eru afar glæsileg og gaman að heimsækja þau. Þeir sem eiga leið til Mílanó eða Flórens geta á einfaldan hátt komist í glæsileg outlet þar sem sérstakir strætisvagnar ganga þangað daglega. Oft eru þessi outlet fyrir utan borgina. Fáir hafna því að kaupa Prada-föt með 80% afslætti. Nokkur outlet þykja flottari en önnur og hér nefnum við nokkur.

Acne Studios

Acne Studios er í Stokkhólmi í Svíþjóð. Allt verð er miðað við að minnsta kosti 50% afslátt frá upphaflegu verði. Þarna eru oft í boði sérhannaðar vörur sem aldrei hafa farið í verslanir, einungis verið sýndar á tískusýningum.

Það er hægt að skoða og versla á heimasíðunni acnestudios.com.

Foxtown Factory

Foxtown Factory Outlets í Mendrisio í Sviss er með 160 tískumerki undir sínum hatti. Þeir bjóða merkjavöru með 30-70% afslætti. Staðurinn er ekki langt frá landamærum Ítalíu og helstu merkin eru ítölsk en þar má til dæmis nefna Gucci, Missoni, Prada, Valentino, Armani og Versace.

Hægt er að skoða vörur og þjónustu á foxtown.com.

Bicester Village

Bicester Village er outlet í Bicester á Englandi með meira en 130 merkjaverslanir með lúxusvörur á góðu verði. Þar á meðal eiga frægustu tískuhönnuðir Bretlands vörur þarna og má nefna merki eins og Anya Hindmarch, Alexander McQueen, Rupert Sanderson, All Saints auk annarra helstu tískuhönnuða heimsins. Það tekur innan við klukkustund að fara með lest til Bicester sem er skemmtilegur bær í Oxfordshire.

Heimasíðan er tbvsc.com/bicester-village.

Prada-outlet

Prada-outlet er staðsett í Montevarchi á Ítalíu. Það er í klukkutíma fjarlægð frá Flórens með lest. Sagt er að verslunarmiðstöðin sé staðsett á skrítnum stað en að skreppa þangað sé vel þess virði. Ótrúlegt úrval af lúxus merkjavöru með frábærum afslætti. Hægt er að panta ferð þangað frá Flórens með þarlendum ferðaskrifstofum.

The Mall í Toskana héraði á Ítalíu er afar spennandi outlet þar sem lúxusvörur eru í boði frá öllum helstu tískuhönnuðum veraldar.

The Mall í Toskana

Í fallegum hæðum í Toskana á Ítalíu er The Mall sem er lúxusmerkja-outlet. Þarna má finna alla helstu og frægustu hönnuði samtímans eins og Gucci, Fendi, Moschino, Versace, Tom Ford, Philipp Plein, Lanvin og Alexander McQueen. Í þessari verslanamiðstöð er hægt að verja deginum og labba á milli fallegra verslana og um leið kaupa merkjavöru með miklum afslætti.

Heimasíðan er themall.it.

Woodbury Commons outlet

Í Woodbury sem er í klukkustundar akstursfjarlægð frá New York er Céline outlet. Yfir 220 verslanir með alls kyns merkjavöru eins og Dolce & Gabbana, Burberry, Prada, Balenciaga, Valentino, Fendi, Gucci, Coach, Tory Burch, J. Crew, Ann Taylor, Gap, The North Face, Banana Republic og fjölda annarra. Yfirleitt eru vörur með 50% afslætti og oft eru mjög góð tilboð að auki. Sérstakar rútur aka frá New York til Woodbury daglega og hægt að kaupa miða á netinu undir síðunni newyorksightseeing.com. Það eru outlets um öll Bandaríkin og um að gera að kynna sér þau áður en haldið er í ferð þangað.

La Vallée Village

La Vallée Village outlet er staðsett í rúmlega hálftíma akstursfjarlægð frá París. Þar er boðið upp á helstu frönsku tískumerkin auk annarra þjóða. Má meðal annars nefna Carven, Givenchy, Céline, Kenzo, Longchamp, Robert Clergie, Repetto, og Saint Laurent. La Vallée Village er staðsett í fallegum bæ sem nefnist Serris og er í göngugötu þar sem eru merkjavöruverslanir í röðum. Þarna eru líka frábær veitingahús svo skemmtilegt er að verja deginum í Serris. Hægt er að kaupa ferð þangað á síðunni viator.com og heimasíðan hjá La Vallée Village er lavalleevillage.com.