Við Dalbraut 3 í Laugardal í Reykjavík er til sölu falleg og stór hæð með aukaíbúð.

Um er að ræða mikið endurnýjaða eign þar sem eldhús, stofa og borðstofa sameinast í stóru og björtu alrými. Tvö barnaherbergi er í íbúðinni ásamt hjónaherbergi, baðherbergi og sameiginlegu þvottahúsi er á neðri hæðinni.

Húsið er byggt árið 1956 en hefur fengið nýstárlegt útlit með veglegri svartri eldhúsinnréttingu með marmara borðplötu, innfeld lýsing er í loftum og fiskibeinaparket á gólfum, sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi.

Ásett verð fyrir eignina eru 134,9 milljónir.

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Fréttablaðsins.

Eldhúsið er með fallegum innréttingum frá HTH og marmara borðplötu.
Mynd/
Innfelld lýsing er undir efri skápum.
Í eyjunni er span helluborð með xtra breidd.
Setustofa og borðstofa eru í einu samliggjandi rými með flísum á gólfi og gólfsíðum gluggum.
Kamína er í rýminu og útgengi á svalir þar sem á eftir að setja handrið.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með góðu skápaplássi.